Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
sæfivirkni
ENSKA
biocidal function
Svið
landbúnaður
Dæmi
[is] Þar eð:

i) skordýr, sem valda óþægindum í umhverfi hesta, eru ekki skaðleg ábreiðunni sjálfri;
ii) styrkur permetríns í ábreiðunni er sambærilegur við styrk í sæfivörum og hærri en sá styrkur sem notaður er til að verjast skaðvöldum í textílefnum, sem nærast á hornefni,);
iii) verkunarháttur permetríns í ábreiðunni er hinn sami og hjá sæfivöru og
iv) lögð er meiri áhersla á að draga fram upplýsingar um sæfivirkni vörunnar við að verjast skordýrum og mikilvægi þess hlutverks heldur en annars konar virkni hestaábreiðunnar (einkum að draga úr áhrifum kaldari veðurskilyrða eða verjast útfjólubláu ljósi)

má líta svo á að hestaábreiðan hafi fyrst og fremst sæfivirkni og að hún uppfylli skilgreininguna um sæfivöru sem gefin er í a-lið 1. mgr. 3. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012.

[en] Since:

(i) nuisance insects in the environment of the horse are not harmful to the rug itself;
(ii) the concentration of permethrin in the rug is comparable to that in biocidal products and higher than the concentration used to control keratin feeding textile pests;
(iii) the mode of action of permethrin in the rug is identical to that of a biocidal product;
and (iv) greater prominence and first importance is given in the product''s information to the biocidal function of controlling insects than to other functions of the horse rug (in particular to mitigate cold weather conditions or UV-protection),

the horse rug can be considered to have a primary biocidal function and to meet the definition of a biocidal product provided under Article 3(1)(a) of Regulation (EU) No 528/2012.

Rit
[is] Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/903 frá 8. júní 2016 skv. 3. mgr. 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012 um hestaábreiður sem eru gegndreyptar með permetríni og notaðar til að verjast óþægindum af völdum skordýra í umhverfi hestsins

[en] Commission Implementing Decision (EU) 2016/903 of 8 June 2016 pursuant to Article 3(3) of Regulation (EU) No 528/2012 of the European Parliament and of the Council on a horse rug impregnated with permethrin used for the purpose of controlling nuisance insects in the environment of the horse

Skjal nr.
32016D0903
Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira